139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

fundarstjórn.

[11:10]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Forseti. Ég vil byrja á að biðjast afsökunar á því að hafa dregið alla stjórnarandstöðuna undir sömu regnhlífina varðandi afstöðu til þess að ræða frumvörp um stjórn fiskveiða í þinginu. (Gripið fram í.) Ég undanskil þingflokk Hreyfingarinnar í því og biðst afsökunar á mistökunum. Ég veit svo ekkert um afstöðu þingflokks fjarstaddra í málinu.

Varðandi málið sjálft tek ég undir það sem kom fram í ræðu hv. þm. Marðar Árnasonar áðan um það að taka þetta mál á dagskrá í dag. Ég skora á forseta Alþingis að gera dagskrártillögu um að málið verði tekið á dagskrá á eftir og það verði leitað afbrigða meðal þingmanna hvort það sé mögulegt. Þá kemur vilji þeirra í ljós. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)