139. löggjafarþing — 131. fundur,  20. maí 2011.

vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

707. mál
[11:43]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. (MÁ: Heldur málþófi áfram.) Ég vildi að hæstv. forseti gerði athugasemd við þessa athugasemd hv. þingmanns. Ég var að spyrja málefnalegra spurninga. (MÁ: Og fékkst svör.) — Já (REÁ: Og skæting.) og skæting og ég kann ekki að meta svoleiðis. Ég kann ekki að meta það að talað sé niður til mín. Ég er ekki í málþófi. Ég er að spyrja um mál sem ég hef furðað mig á. Hvers vegna eru ekki hreindýr á Vestfjörðum? Ég var að spyrja þeirrar einföldu spurningar. (Gripið fram í.) Af hverju geta menn ekki veitt hreindýr á Vestfjörðum eins og annars staðar og gert náttúruna ríkari?

Ég var líka að spyrja að því, sem ég fékk reyndar ekki svar við, hvort það gætti vaxandi tilhneigingar til að loka landinu fyrir landsmönnum. Það gætir vaxandi tilhneigingar til að banna þetta og hitt, ferðir manna um þetta skarð eða hitt og ég var að spyrja hvort stefnan ætti að vera sú að landið verði lokað landsmönnum. Mér finnst það vera dálítið mikið mál.