139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

svör við fyrirspurnum.

[10:41]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Það er hægt að taka undir margt sem hefur verið sagt, m.a. það að maður skilur að umfang í ráðuneytum er oft mikið og umstang og það er hægt að skilja ákveðinn drátt. Sá dráttur á mörgum svörum sem nú er orðinn er hins vegar framkvæmdarvaldinu til vansa.

Um leið og ég segi þetta vil ég líka sem stjórnarandstöðuþingmaður þakka sérstaklega fyrir innlegg bæði þingflokksformanns Samfylkingarinnar hér áðan og ekki síður innlegg forseta varðandi það hvernig hún hefur tekið í málaleitan okkar sem höfum lagt fram beiðni til hæstv. forseta. Þess vegna kem ég hingað og þakka fyrir það. Mér finnst góður bragur á þinginu hvað þetta varðar en það er framkvæmdarvaldinu til vansa að vera ekki búið að skila svörum og skýrslum sem eru komin langt fram yfir tímann.