139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[12:23]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Íslendingar hafa verið aðilar að EES-samstarfinu síðan 1994 og samkvæmt því höfum við fallist á að taka upp reglur og lög Evrópusambandsins í ákveðnum þáttum þjóðlífsins. Það hefur ekkert breyst og hefur ekkert færst í vöxt í tíð þessarar ríkisstjórnar. Ég mótmæli því að þingmenn séu með aðdróttanir að þessu leyti.