139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[12:26]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, ég held að það væri gott fyrir okkur að horfa til Norðmanna í þessum efnum. Ég hef sjálfur kynnst því hvernig þeir vinna sín störf í Brussel á skrifstofu sinni. Ef ég man rétt eru þeir með 60 til 70 manns í það minnsta á sínum snærum þar þannig að þeir eru vel undirbúnir. Kannski er það þess vegna sem þeim hefur gengið svona vel að halda sig utan Evrópusambandsins, þ.e. að þeir eru vel undirbúnir og þekkja vel hvað er þar í gangi.

Varðandi aðlögun okkar að Evrópusambandinu þá var þjóðin aldrei spurð að því hvort hún vildi fara í það ferli.