139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 102/2010 um breytingu á X. viðauka við EES-samninginn.

544. mál
[12:37]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég benti einfaldlega á þá staðreynd að eftir 2014 verður þetta atkvæðavægi Íslands. Það getur vel verið að innan Evrópusambandsins og innan þingsins starfi menn með einhverjum hætti sem hér var lýst. Mér er svo sem kunnugt um að svo sé. Ég get ekki sagt fyrir fram hvar Íslendingar mundu setja sig niður í slíku kerfi og með hvaða flokkahópum og hvaða flokkar ættu þingmenn á þessu þingi o.s.frv. Hins vegar er það staðreynd að eftir 2014 breytist atkvæðavægið og þá verður hlutur Íslands undir einu prósenti.