139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

endurútreikningur gengistryggðra lána.

[14:03]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er svo sem óþarfi að standa í þessum skærum, það stendur eftir að engin brögð eru að því að útreikningar hafi verið verulega skakkir miðað við athuganir umboðsmanns skuldara. Við skulum leyfa umboðsmanni skuldara, sem hefur þetta verkefni með höndum, og fékk það um leið og fyrirtækin áttu að vera búin að skila af sér, að fara yfir niðurstöðurnar og skila okkur niðurstöðum sínum. Við skulum virða embætti umboðsmanns skuldara að því leyti.

Það sem upp úr stendur er það að á örfáum mánuðum hafa 80 þúsund samningar verið endurreiknaðir með gríðarlega góðum árangri. Kvartanir lúta í flestum tilvikum að atriðum sem ekki varða útreikningsaðferðina sjálfa. Þessir útreikningar hafa tekist gríðarlega vel og fáein tilvik þar sem um einhver frávik getur verið að ræða. Þetta eru staðreyndir málsins. Það er endalaust hægt að reyna (Forseti hringir.) að sá tortryggni vegna þessa máls en þetta eru staðreyndirnar.