139. löggjafarþing — 134. fundur,  27. maí 2011.

staða íslenskrar tungu og íslensks táknmáls.

533. mál
[14:44]
Horfa

Frsm. menntmn. (Skúli Helgason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Eygló Harðardóttur fyrir þessa brýningu. Hún er mikilvæg og réttmæt og undirstrikar að þó að hér sé mikilvægt skref stigið er það táknrænt, það er áfangi á langri leið og eins og við höfum reyndar rætt vel í nefndinni þarf að fylgja því eftir fljótt með frekari frumvörpum, með sérlögum sem tryggja viðunandi og mannsæmandi þjónustustig sem fylgir eftir þeim ákvæðum sem koma fram í frumvarpinu. Það mun ekki standa á mér að fylgja fast eftir þeirri baráttu að þessum áfanga í dag verði fylgt eftir þannig að fullur sómi sé að fyrir þingið.