139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

fundarstjórn.

[11:09]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér var rétt að klárast liður þar sem einstaka þingmönnum gefst tækifæri til að spyrja ráðherra út í mikilvæg mál. Ég hef nokkrum sinnum áður komið hingað upp og beint þeim fyrirmælum til hæstv. forseta að hann beiti sér fyrir því að lengja þennan lið og gera hann efnislegri og málefnalegri.

Ég kom hér áðan og spurði hæstv. iðnaðarráðherra áðan út í atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík (Forseti hringir.) en fékk yfir mig … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Ekki efnislega umræðu undir fundarstjórn forseta.)

… fúkyrðaflaum (Forseti hringir.) þar sem mér var í engu … (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Þetta er framhald umræðunnar. Forseti biður hv. þingmann um að víkja úr ræðustól.)

Virðulegi forseti. Ég er að ræða hér um fundarstjórn forseta (Forseti hringir.) og biðja hann … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður hv. þingmann að víkja úr ræðustól.)

Virðulegi forseti. Ég er að spyrja hæstv. forseta að því hvort hún vilji beita sér fyrir því að (Forseti hringir.) ráðherra svari mér efnislega í stað þess að (Forseti hringir.) beina fúkyrðaflaumi og persónulegum árásum að einstökum þingmönnum.

(Forseti (ÁRJ): Fimm mínútur, fundinum er frestað.)

Það er ótrúleg skömm að fundarstjórn forseta hér. (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður hv. þingflokksformenn að hitta sig niðri í fundarherbergi forseta þingsins.)