139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[12:42]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég skil vel að hv. þingmönnum í Reykjavík geti fundist með þessum hætti almenningur hlunnfarinn sem býr við miklu lægra orkuverð úr sameiginlegri auðlind (Gripið fram í.) en landsmenn víða um land. Ég skil það alveg, hvar sem er vill fólk sjálfsagt alltaf verja forréttindi sín í hvaða efnum sem er. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta er umdeilt atriði og menn geta að sjálfsögðu haft á þessu skoðanir. Þá verða menn líka að horfa á þau heildstæðu áhrif sem grundvallaratvinnuvegir þjóðarinnar hafa á byggð og búsetu í landinu og strúktúr þeirra byggða sem við viljum hafa, hvaða þátt hver einstaka atvinnugrein ber í þeim efnum og hvernig hún er rekin. Þingið tekur þetta mál til umræðu, (Forseti hringir.) þá fáum við þessar deildu meiningar og skoðanir og allt gott um það.