139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

fundarstjórn.

[15:01]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég kem hingað upp til að spyrja hæstv. forseta hvort það sé eitthvert gagn í þeirri reglu að forsetar þingsins þurfi ávallt að árita frumvörp sem koma frá ríkisstjórn. Ég spyr að gefnu tilefni þar sem í því máli sem nú er á dagskrá þingsins koma fram alvarlegar aðdróttanir, má í rauninni segja, frá fjármálaráðuneytinu í umsögn þess um að það frumvarp sem við erum að ræða og hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram og ákvæði þess standist ekki stjórnarskrá.

Ég spyr forseta: Var farið yfir þetta? Var stjórnarskráin látin njóta vafans í þessu máli? Var aðeins dokað við? Var farið yfir málið? Var skoðað hvort málið stæðist ákvæði stjórnarskrár? Eða var forseti í þessu tilviki bara stimpilpúði fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra?