139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:08]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég bendi á að hér er aðeins um að ræða brot af þeirri heildarúthlutun sem gæti komið til greina. Ég vil líka minna á að það þótti alveg verjandi þegar karfaheimildir voru auknar fyrir líklega tæpum tveim vikum og það er feiknaratvinna sem hefur skapast í kringum það og gerir það í sumar.

Varðandi þorskinn munum við að sjálfsögðu kanna það en ég hef þegar spurst fyrir. Það er nú þegar mikil eftirspurn eftir þorski og öðrum fiski. Margar þessar stærri útgerðir fara í sumarfrí og strandveiðarnar komu að minnsta kosti á síðasta ári sem mjög góð viðbót inn í það að útvega fisk á markað einmitt yfir sumarmánuðina. Þar fyrir utan hafa strandveiðarnar skapað sértækt líf í sjávarbyggðunum sem ég held líka að sé (Forseti hringir.) mjög verðmætt.