139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:44]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi spurningar hv. þingmanns um þann fjölda smábáta sem gæti fallið undir a-lið 1. gr., þá eru að ég held núna 35–40 bátar sem hafa strandveiðileyfi og eru undir þessari stærð. Alls eru um 80 bátar á landinu, sem eru skráðir og með fullkomin haffærisskírteini og annað því um líkt, undir þessari stærð.

Síðan hvað varðar Byggðastofnun þá var ákveðið magn aflaheimilda sett inn í sértækar byggðaaðgerðir og Byggðastofnun gerði eiginlega tillögur um hvernig væri ráðstafað. Þau ákvæði hafa fjarað út. Þau voru sett tímabundið og eru runnin út fyrir nokkru þannig að þetta laut að þeim ákvæðum sem þá var.

Frú forseti. Ég kem svo að öðru (Forseti hringir.) atriði í seinna andsvari.