139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:34]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Já, það vekur nokkra furðu að ekki skuli vera fjölmennara í salnum. Ljóst er að þeir hv. þingmenn sem hafa talað hvað mest um þessi mál hafa ekki séð sér fært að sitja þann kvöldfund sem þeir báðu sjálfir um og lögðu mikla áherslu á að yrði í kvöld.

Það má vel vera rétt hjá hæstv. utanríkisráðherra að hæstv. forsætisráðherra sé svo vant við látin að hún geti ekki sinnt þessu æðsta máli sínu um þessar mundir og ég skil að hún hafi beðið hinn geðþekka hæstv. utanríkisráðherra að koma í stað fyrir sig. En ég sakna allverulega formanns sjávarútvegsnefndar. Henni virtist ekki af ræðu hennar í dag veita af því að sitja aðeins undir nokkrum ræðum um þessi mál.