139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:42]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta eru ágætar málþófsæfingar hjá stjórnarandstöðunni í umræðunni í kvöld. En það fór einfaldlega fram lýðræðisleg atkvæðagreiðsla um það fyrr í dag hvort halda ætti kvöldfund og ég held að ástæða sé til að menn virði niðurstöðuna úr þeirri atkvæðagreiðslu og leyfi þeirri ágætu og málefnalegu umræðu sem farið hefur fram um sjávarútvegsmálin að taka aftur sviðið vegna þess að því lengur sem þetta þóf stendur, þeim mun lengur þurfum við að funda inn í sumarið.