139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:04]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er einmitt meginþema í frumvarpi því sem við ræðum hér hvernig styrkja megi stöðu sjávarbyggða varðandi aflaheimildir og vinnslu. Það eru mjög skýr ákvæði er varða byggðaaðgerðirnar um vinnsluskyldu og að bátarnir séu þar skráðir. Ákvæðin eru því afar skýr.

Ég mótmæli því að útdeiling byggðakvóta sé sérstakt vandamál og að hún sé mörgum árum á eftir, alls ekki. Hins vegar eru stjórnsýsluákvæðin um þann feril og kæruréttur vissulega tímafrekar aðgerðir en agnúar hafa verið sniðnir af byggðakvótakerfinu eins og það hefur verið og gildir núna. Ég tel að það virki mjög vel en það megi gera enn betur. Var t.d. ekki brugðist hratt við þegar (Forseti hringir.) staðan kom upp á Flateyri í vetur með aðgerðum til að nýta einmitt byggðakvótann? Hann er núna nýttur til fulls af hálfu ríkisins.