139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:09]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, hv. þingmaður virðist að nokkru leyti deila áhyggjum mínum. Ég hef þó meiri áhyggjur en koma fram í máli hans.

Þá langar mig til að víkja að öðru sem snýr að hagkvæmni líka. Nýbreytnin í þessu frumvarpi, sem ég vil kalla VG-frumvarpið til aðgreiningar frá Samfylkingarfrumvarpinu vegna þess að þetta er ekkert minna mál og því villandi að kalla þetta litla og stóra frumvarpið, er árabátaákvæðið svokallaða þar sem á nú að hvetja til þess að menn rói á bátum undir 3 brúttórúmlestum sem er næstum því komið á árabátastig og því finnst mér ágætt að kalla þetta árabátaákvæðið. Þetta mun minnka mjög hagkvæmnina í greininni sem verður til þess að auðlindarentan sóast enn frekar sem verður síðan til þess að skattstofnarnir hverfa. (Forseti hringir.) Þetta verður því engum til góðs. Hefur þingmaðurinn ekki áhyggjur af árabátaákvæðinu?