139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:27]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Forseti. Ég skal vera örlítið beinskeyttari í spurningu minni til hv. þingmanns: Hvað þykir hv. þingmanni um þau ákvæði í 2. gr. þessa frumvarps sem skylda einstaklinga eða fyrirtæki til kaupa á ákveðnum réttindum sem þeir eiga ekki? Það liggur fyrir í 2. gr. frumvarpsins að sú kvöð er lögð á einstaklinga eða fyrirtæki sem haslað hafa sér völl í þessari starfsgrein að vinna með þeim hætti.

Til að létta aðeins lundina langar mig að nefna að ég fékk fréttir af ágætum fundi hv. þingmanns og félaga hans austur á Norðfirði í síðustu viku. Vill hv. þm. Kristján L. Möller vera svo vinsamlegur við okkur í salnum að upplýsa okkur um hvað stóð á síðustu glærunni sem hann sýndi í salnum og skýra örlítið tilurð hennar?