139. löggjafarþing — 135. fundur,  30. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:28]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er það ljúft og skylt að eyða þessari mínútu í að svara hvað var á síðustu glærunni á Norðfirði. Það voru eðlilega nokkrar glærur um Norðfjarðargöng. (KÞJ: Síðasta glæran?) Já, það var síðasta glæran. Að sjálfsögðu enduðum við á aðalatriðinu, Norðfjarðargöngunum, með flottu skilti sem sá er hér stendur „fótósjoppaði“ sjálfur og var hannað til að setja upp þegar við förum í það góða verk og eins fyrir það þegar þau göng verða opnuð. En ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður eigi við aðrar glærur, þær hafa nú birst. En næstu fundir verða sennilega á Vopnafirði og Seyðisfirði. Ég hygg að sama glærusýningin verði notuð þar en hún er gerð af þeim er hér stendur.