139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:14]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kom inn á það áðan í ræðu minni að mér finnst ekki að skattleggja eigi sérstaka atvinnugrein, taka hana út fyrir sviga og skattleggja sér. Mér finnst aftur á móti að allir þeir sem nýta sameiginlegar auðlindir landsins eigi að greiða af því skatt. Það verður að vera þannig útfært að greinin sem við á standi undir því. Ég held að á sínum tíma hafi náðst ákveðin sátt um að greinin greiddi skatt en það breytir því ekki að þetta er sértækur skattur á greinina eins og staðan er í dag. Það er ekki sanngjarnt.

Varðandi það sem hv. þingmaður kom inn á um hvernig skiptingin ætti að vera, ef við værum með allar auðlindir undir sama hatti og það yrði greiddur skattur af nýtingu allra auðlinda á sama hátt og er farið fram á við sjávarútveginn yrði að sjálfsögðu ekki nein þörf fyrir sértæka endurgreiðslu á veiðileyfagjaldi, þ.e. (Forseti hringir.) ef allir sitja við sama borð, þar með allar auðlindir.