139. löggjafarþing — 138. fundur,  31. maí 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:40]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður kom inn á það í ræðu sinni að okkur sem þjóð væri mikið í mun að greinin skilaði sem mestum arði til þjóðarbúsins og ég er henni sammála um það.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Ef það kerfi sem við höfum búið við hefur verið svona hagkvæmt, hver er þá ástæðan að hennar mati fyrir því að greinin er svo illa stödd að hún skuldar um 500 milljarða og fiskiskipaflotinn er heilt yfir orðinn mjög gamall og þarf endurnýjun?

Ég vil líka heyra álit hv. þingmanns á því hvað greinin getur greitt í veiðigjald. Nú kom fram í skýrslu frá Háskólanum á Akureyri sem gerð var fyrir sáttanefndina (Forseti hringir.) að greinin gæti borið allt að 20 kr. á kílóið. Í þessum tillögum er talað um 13 kr. veiðigjald.