139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

fundarstjórn.

[15:05]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Herra forseti. Ég tek undir með hv. þm. Bjarna Benediktssyni því að mér finnst mikilvægt að á vettvangi þingsins fari fram almenn umræða um aðkomu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að ákvarðanatöku ríkisstjórnarinnar. Þessi stjórnmálaflokkur á aðkomu að ríkisstjórninni og er með fjölmarga ráðherra, en nú liggur fyrir að ríkisstjórnin styður aðgerðirnar sem eru fram undan í Líbíu þannig að mér er illskiljanlegt að sjá hvernig Vinstri hreyfingin – grænt framboð kemur almennt að ákvarðanatöku í ríkisstjórninni. Í orði segist hún vera á móti þessum aðgerðum en á borði samþykkir hún þær. Ég held að það sé mikilvægt fyrir okkur hér að vita hver raunveruleg afstaða Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er í þessu máli og ræða þau mál hér í mikilli hreinskilni.