139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

fundarstjórn.

[15:10]
Horfa

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Hér hefur komið fram að lögð hefur verið inn beiðni um utandagskrárumræðu um utanríkismál, stefnu ríkisstjórnarflokkanna og þá trúlega allra flokka, og er vel að sú beiðni hafi komið fram. Ég tel þetta aftur á móti ekki vera vettvang og ekki dagskrárlið til að ræða þau mál. Við erum að ræða hér um fundarstjórn forseta og ég tel að við eigum að einbeita okkur að því og hefja svo þá dagskrá sem liggur fyrir.