139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[15:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Þá hefur hv. þingmaður fallist á að taka eitt atriði út, sem eru skeljarnar, og þá er komið að hinum atriðunum um aukinn kvóta til staða utan Reykjavíkur. Mosfellsbær fær t.d. ekki neitt. Hvers eiga íbúar þar að gjalda og hvernig er með réttlætið fyrir það fólk?

Hæstv. sjávarútvegsráðherra eru gefnar heimildir út í gegnum allt frumvarpið til að ráðstafa og gefa og deila út og drottna. Getur verið að hæstv. sjávarútvegsráðherra eigi að gefa kvóta út og suður? Er hv. þingmaður sammála því? Ég trúi því varla. Ég ætla að fá afstöðu hans til þess. Kannski endum við þetta með því að hann verði bara á móti öllu frumvarpinu og vilji taka seinna frumvarpið upp sem tekur hið fyrra úr sambandi, en hann kom ekki inn á það.