139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[16:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitt það spaugilegasta við þetta frumvarp er hugsunin um nýliðunina. Hér láta ráðherrann og ríkisstjórnin eins og það sé ekkert mál að fara í útgerð og fara bara út á sjó að veiða. Það er eins og ríkisstjórnarflokkarnir átti sig ekki á því að það er gríðarlega kostnaðarsamt að hefja útgerð. Miklar eru fjárfestingarnar í greininni nú þegar og því miður berast oft og tíðum slæmar fréttir af því að útgerðin skuldi mjög mikið. Ég spyr líka: Er fjármagn til hér til að hefja þessa miklu nýliðasókn sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi? Vilja bankarnir lána íslenskum aðilum? Ég er bara ansi hrædd um ekki. Ekki einu sinni loðdýrabændur sem mala gull fá lán í bönkunum.

Þetta er svo mikið rugl og umrót og það er verið að þyrla upp svo miklu ryki algjörlega til óþurftar. Fínt að skoða fiskveiðistjórnarkerfið, (Forseti hringir.) en við eigum ekki að skapa ósátt um kerfið núna þegar við þurfum mest á sjávarútveginum að halda.