139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[17:23]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég tek undir þá ósk að hæstv. ráðherrar séu viðstaddir umræðuna. Þetta mál varðar þjóðina töluvert miklu.

Ég vil líka koma að öðru, ég spurði að því við upphaf þessarar umræðu hvernig stæði á því að í 32. gr. þess frumvarps sem er á dagskrá, stærra frumvarpsins, er sagt að taka eigi þessi lög sem við ræðum hérna úr sambandi. (Forseti hringir.) Ég hef ekki fengið svar við þessu. Hvernig stendur á því að það er hægt að ræða tvö frumvörp (Forseti hringir.) þar sem annað tekur hitt úr sambandi?