139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:20]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Magnúsi Orra Schram fyrir ræðuna sem hann flutti áðan sem var um margt athyglisverð. Niðurstaða hv. þingmanns er svolítið merkileg. Það sem honum er mest annt um eru nákvæmlega tillögur auðlindanefndarinnar frá því 2000 og hann orðaði það eins og auðlindanefndin gerði. Auðlindanefndin lagði til veiðigjald til sátta sem byrjaði þó nokkuð hátt en lækkaði síðan út af því hvernig áraði í útveginum og er planið að hækka það núna upp í 3 milljarða. Snýst deilan í huga þingmannsins um upphæðina á gjaldinu og væri þá ekki einfalt að hækka bara gjaldið? (Forseti hringir.)