139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:31]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gerði að því skóna í ræðu minni að við ættum að tengja veiðileyfagjaldið við arðsemina. Ég tel t.d. að þjóðin þurfi að hafa það á hreinu að ef nýtingarsamningurinn er of stuttur þá fara menn ekki í fjárfestingar, þá fara menn í að búa til betri skip og arðsemin mun að einhverju leyti minnka. Alveg eins og við nálgumst það í jarðvarmanum eða vatnsaflinu, ef nýtingarsamningarnir eru of stuttir er afskriftin of mikil á hvert ár og arðsemin minnkar. Þess vegna höfum við að einhverju leyti hag af því að nýtingarsamningarnir séu til lengri tíma til að auka arðsemina og til að þjóðin fái meiri tekjur. Það á að vera lykilnálgunin í málinu að við náum að skapa sátt um þennan iðnað og náum að halda utan um þessi stóru og sterku fyrirtæki því að við þurfum á þeim að halda en þegar þau hafa staðið skil á kostnaði sínum eigum við (Forseti hringir.) að skipta arðinum jafnar á milli þeirra og þjóðarinnar.