139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[20:42]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þetta er akkúrat um fundarstjórn forseta og viðveru ráðherra sem hæstv. forseti getur óskað eftir. Ég veit ekki betur en ef nokkur þingmaður hér innan húss hefur reynslu úr stjórnarandstöðu og að hafa beðið forsætisráðherra um að vera í salnum í tilteknum málum þá sé það núverandi hæstv. forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. (BÁ: Eða fjármálaráðherra.) Eða fjármálaráðherra, það er rétt sem hv. þm. Birgir Ármannsson segir. Ef einhverjir hafa kennt okkur þá dýrmætu reglu að biðja um viðveru hæstv. forsætisráðherra og fjármálaráðherra í einmitt mikilvægum málum eru það þau. Það er að mínu mati ekki hægt að tala um lítið mál eða stórt mál, þetta eru bæði stórmál sem snerta umfangsmikla kerfisbreytingu í sjávarútvegi. Og það er ekki boðlegt, herra forseti, að hæstv. forsætisráðherra svari því ekki þegar þingmenn biðja um forsætisráðherra í salinn. Ég mun spyrja hæstv. forsætisráðherra nokkurra spurninga og það er ekki hægt að takmarka málfrelsi þingmanna með þeim hætti að forsætisráðherra geti ekki komið hingað, lufsast hingað niður á þing í nokkrar mínútur (Forseti hringir.) að ósk forseta þingsins. Ég óska eftir því og ítreka ósk mína (Forseti hringir.) og veiku von um það að farið verði í þetta mál nú þegar.