139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:07]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ágæta ræðu. Hann er mikill landsbyggðarmaður, annað verður ekki um hann sagt. Hann fór ágætlega yfir ástandið fyrir austan og hversu stórt hlutverk sjávarútvegur spilar þar.

Nú hefur forstjóri Síldarvinnslunnar sagt að vegna 2. gr. frumvarpsins þurfi að leggja togaranum og segja upp 35 manns, þ.e. 35 fjölskyldur. Á Seyðisfirði er ástandið þannig að loka verður frystihúsinu út af 2. gr. og þar munu 40 manns tapa vinnunni í kjölfarið, þ.e. 40 fjölskyldur. Er þetta það (Forseti hringir.) sem þingmaðurinn kallar að styrkja rekstrargrunn sjávarútvegsfyrirtækja á svæðinu?