139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:14]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir margt af því sem hv. þingmaður segir. Mér heyrist þau atriði sem hann gagnrýnir í því frumvarpi sem hér liggur fyrir vera í samræmi við þau sem ég og fleiri höfum gagnrýnt. Ég vek athygli á því að þeir þættir sem hv. þingmaður gagnrýnir eru veigamiklir þættir í því frumvarpi sem um ræðir og því liggur nærri að spyrja hv. þm. Sigmund Erni Rúnarsson hvort frumvarpið í þeim búningi sem það er sé þess eðlis að hann geti hugsað sér að styðja það.