139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[21:20]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg sammála hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að auðvitað eigum við að hampa því í breytingunum sem vel er gert í greininni. Við eigum að hampa þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig best. En við eigum að taka á meinsemdinni og hún er þekkt. Við eigum að taka út úr greininni þá sem eiga ekki erindi í hana af þeim ástæðum sem ég nefndi í ræðu minni og við eigum að hampa þeim sem hafa staðið sig best og lyft þessari grein upp í þær hæðir sem hún hefur verið í á Íslandi á undanförnum árum.

Það er margt í þessum frumvörpum sem ég geri athugasemdir við. Af því að hv. þingmaður kom að pottaskiptingunni og nýtingarflokkunum hef ég sagt hér, og segi það enn og aftur, að ég vil skoða þessa potta og auka sérstaklega hlut leigupottsins (Forseti hringir.) í þeim pottum sem standa fyrir utan nýtingarflokkinn.