139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:55]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka þingmanninum sérstaklega fyrir að nefna þetta. Ég hafði skrifað það hjá mér en tíminn líður svo hratt. Ég ætlaði einmitt að ræða þessa 23 ára gildistímareglu sem er algjörlega fáheyrð og jafnvel óheyrð í íslenskri lagasetningu. Ég hef að minnsta kosti aldrei séð ákvæði sem bindur hendur löggjafans í 23 ár. Það má ekki breyta þessum lögum í 23 ár. Ég skil satt að segja ekki, og hv. þingmaður er að biðja um mína skoðun á því, af hverju þetta er. Ég skil hreinlega ekki hvað þessu fólki gengur til. Mér finnst algjörlega með ólíkindum að einhver vogi sér að setja inn svona ákvæði. Þarna er framkvæmdarvald ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar að taka löggjafarvaldið (Forseti hringir.) af þinginu næstu 23 árin.