139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:57]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Þá langar mig að spyrja þingmanninn hvort hún sé sammála mér um að þarna spili inn í 20/20-leið Evrópusambandsins. Það er ákvæði í minna frumvarpinu um að þetta skuli gilda út árið 2013, þá erum við komin þrjú ár, og svo gildir stærra frumvarpið í 20 ár til viðbótar.

Það sem stendur í 32. gr. er að stóra frumvarpið öðlist gildi strax og það er búið að fá þinglega meðferð og hafi gildistöku í 23 ár. Svo stendur um 32. gr.:

„Greinin þarfnast ekki skýringa.“

Er ekki verið að hjálpa til við það að koma sjávarútvegsauðlindinni okkar inn í og undir stjórn Evrópusambandsins þar sem allt gengur út á það í dag? Vegna þess að það er sólarlagsákvæði í lögunum, að lögin falli sjálfkrafa úr gildi eftir 23 ár, veit enginn hvað tekur við. Getur þingmaðurinn verið mér sammála um (Forseti hringir.) að þá taki Evrópusambandið við?