139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[22:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni ágæta ræðu.

Hv. þingmaður hefur átt í samskiptum við aðra flokka um þessar mundir til að semja um lok síðustu daga þingsins. Það er mjög mikilvægt þegar menn leggja upp í ferðalag að þeir viti hvert þeir stefna og hafi ákveðin og skýr markmið. Ég spyr því hv. þingmann hvort hún telji að ríkisstjórnin og ríkisstjórnarflokkarnir sérstaklega hafi skýr markmið, hvort þeir viti nákvæmlega hvert þeir eru að fara með þessum frumvörpum. Mér heyrist og mér finnst ég skynja út um allt að markmiðin séu ekki skýr og menn viti ekkert hvað þeir ætla að gera. Í frumvarpinu hinu fyrra stendur ekki orð um markmið, til hvers þetta allt er gert, og ég vil spyrja hv. þingmann hvort það sé rétt hjá mér að ríkisstjórnarflokkarnir hafi akkúrat engin markmið.