139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:20]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Mér varð einmitt hugsað til þess atriðis sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir nefndi í lok ræðu sinnar, þ.e. að það hefur einmitt slegið mig að það frumvarp sem hér liggur fyrir, og raunar líka hið síðara eða stærra sjávarútvegsfrumvarp hæstv. ráðherra, hefði haft gott af því að fara í gegnum einhverja síu hjá einhverri skrifstofu eins og lagaskrifstofu Alþingis áður en það hefði verið lagt fram. Ég held að það mundi auðvelda margt í vinnunni hér og hefði verið til mikilla bóta.

Ég veit ekki hvort frumvarpið fór í gegnum lagaskrifstofu forsætisráðuneytisins en það má þó að minnsta kosti velta fyrir sér hvort hún hefði úrskurðað á annan veg en fjármálaskrifstofa fjármálaráðuneytisins þegar kom að stjórnarskrárþættinum.

Ég spyr hv. þingmann hvort hann telji frumvörpin einfaldlega tæk út frá þessum stjórnskipunarvafa og lagatæknilegum atriðum.