139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:21]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þessa fyrirspurn. Að mínu mati er hvorugt frumvarpið tækt til afgreiðslu. Það er algjörlega óásættanlegt að framkvæmdarvaldið komi fram með frumvarp eftir frumvarp sem bersýnilega brjóta gegn stjórnarskrá Íslands. Þetta er nokkuð sem ríkisstjórnin hefur tileinkað sér í æ ríkara mæli. Þar sem er brotið á atvinnuréttindum manna og jafnvel ruðst inn í eignarrétt manna með þessu frumvarpi verður náttúrlega látið á þetta reyna fyrir dómstólum. Það er ekki hægt að breyta þessu kerfi öðruvísi en að skaðabótaskylda skapist hjá ríkinu. Þess vegna hefði verið æskilegt, eins og þingmaðurinn benti á og ég í ræðu minni, að það væri einhver stofnun við þingið sem hreinlega tæki (Forseti hringir.) svona frumvörp, sendi þau heim til föðurhúsanna og léti laga ómöguleg atriði.