139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:22]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir það að hér hefði verið þörf á öflugri síu. Ef löggjafarskrifstofa forsætisráðuneytisins hefur ekki aðstöðu eða getu til að sía út frumvörp sem eru jafnslæm og þau sem hér um ræðir skapast auðvitað ríkari þörf fyrir slíka síu á þingi í mörgum tilvikum. Við getum deilt á þingi um pólitísk áherslumál en í raun og veru eigum við ekki að þurfa að standa í einhverju þrasi um lagatæknileg atriði sem væri einfaldlega hægt að afgreiða fyrir fram.

Það var annað atriði í máli hv. þingmanns sem ég vildi spyrja nánar um, um þessi tengsl við Evrópusambandsumsóknina og aðlögunarferlið. (Forseti hringir.) Ég vildi gjarnan að hún gerði aðeins betri grein fyrir þeim þætti.