139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:28]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka kærlega fyrir þessa spurningu vegna þess að ég hef látið mig málefni Landhelgisgæslunnar miklu varða. Fyrir mér skiptir ekki máli hvort það eru litlir bátar eða stór skip sem veiða fiskinn okkar vegna þess að þegar sjótjón verður er alltaf mannslíf í húfi. Það málefni sem þingmaðurinn kom inn á um Landhelgisgæsluna sýnir að þessi ríkisstjórn er vanhæf til að stjórna þessu landi. Ríkisstjórnin er vanhæf að því leyti að hvergi nokkurs staðar er um að ræða eina einustu forgangsröðun. Landhelgisgæslan og til dæmis lögreglan eru þær stofnanir sem við verðum að standa fastan og stóran vörð um vegna þess að þarna eru mannslíf í húfi. Hvert mannslíf er áætlað að kosti þjóðfélagið 120 milljónir. Hvort sem það eru lítil eða stór skip á veiðum (Forseti hringir.) er það Landhelgisgæslan sem þarf að stórefla. Ríkisstjórnin er vanhæf því að hún getur ekki forgangsraðað.