139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:47]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þann 17. júní nk. minnumst við tímamóta, 200 ára afmælis frelsishetjunnar okkar, Jóns Sigurðssonar. Mig langar til að spyrja forseta að því hvort honum þyki eðlilegt að mál séu rædd á næturfundi, mál sem skipta þjóðfélagið miklu máli og snerta almannahagsmuni, fram á rauðan almanaksdag sem hingað til hefur ætíð verið frídagur. Er það ætlunin að halda áfram í alla nótt? Ég óska eftir, herra forseti, að fá svar við því. Eiga þingmenn að fara heim til barna sinna milli kl. 3 og 4 í nótt eða hvenær? Af hverju er þessi svakalega óstjórn á þessu þingi? Hvað er um að vera? Mér er sagt að forseti sé með þingflokksformönnum á fundi. Eru engar reglur svo að hægt sé að skipuleggja sig? Ég óska eftir því, hæstv. forseti, að þessum fundi verði slitið samstundis.