139. löggjafarþing — 139. fundur,  1. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[23:53]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég hef stundum velt því fyrir mér, við umræður undir þessum lið, um fundarstjórn forseta, hvort við höfum öll sama skilning á hlutunum. Í þessu tilfelli hefur umræðan minnt mig á gamla sögu af bónda norðan úr eyfirskum afdal sem heyrði heldur illa. Hann var að gaufa við kartöflurnar sínar og stóð í þeirri meiningu að uppstigningardagur væri uppstingidagur.

Á morgun er uppstigningardagur, sem er heilagur dagur. Ég hélt að fyrir lægi samkomulag — ég bið forseta vinsamlega um að ganga úr skugga um að ekki sé neinn misskilningur á milli þingflokksformanna um það, að menn hafi þann sama skilning að uppstigningardagur byrji eftir fimm mínútur — um að ljúka störfum í kvöld á þeirri mínútu.