139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:03]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil nota þetta tækifæri og óska viðstöddum þingmönnum og hæstv. forseta gleðilegrar hátíðar. Í tilefni orða síðasta ræðumanns var ég vanur því til sjós að byrja að vinna þegar ég var kominn á vakt í stað þess að hanga yfir sjónvarpi þó svo að annað slagið væri bræla og maður hefði þá eina og eina spólu til að kíkja á. (Gripið fram í: Það var fyrir …)

Það er auðvitað hið besta mál ef hv. þm. Róbert Marshall vindur sér í ræðustól og messar yfir þeim starfsbræðrum sínum sem eru að vinna núna eða fara fljótlega til vinnu, vaktaskiptin eru væntanlega hálfeitt. Ég skora á hæstv. forseta að gefa þingmanninum Róberti Marshall orðið og hleypa honum að í ræðustól ef svo ólíklega vildi til að forseti féllist ekki á það samkomulag sem formenn þingflokka voru búnir að komast að í dag um að fundi lyki fyrir fimm mínútum.