139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:30]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, því miður er þetta lýsandi fyrir vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.

Það er ástæða til þess að koma aðeins betur inn á það sem hv. þingmaður nefndi í fyrra andsvari sínu sem skýrir kannski að einhverju leyti hvers vegna hæstv. forsætisráðherra fer fram með þeim hætti sem ráðherrann gerir, þ.e. að leita óvina. Í Rússlandi voru stærri bændur í upphafi 20. aldar kallaðir „kúlakkar“, og þegar kommúnistarnir voru að berjast fyrir því að ná völdum gerðu þeir þessa stærri bændur — sem eru kannski ekki mjög stórir á nútímamælikvarða — að óvinum sínum, vildu kenna þeim um hvernig staða mála væri í Rússlandi þrátt fyrir að þá fyrst hafi landbúnaðarframleiðsla verið farin að nálgast það að geta í raun staðið undir (Forseti hringir.) vaxandi rússneskri þjóð.

Virðulegi forseti. Ég næ ekki að klára andsvar mitt.

(Forseti (ÞBack): Nei, en mínútan er liðin, hv. þingmaður.)