139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:34]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég las af athygli tillögur Framsóknarflokksins í sjávarútvegsmálum þar sem var sama grunnstefið og lagt er til í þessu frumvarpi um aðgerðir nú þegar á þessu ári og því næsta. Þær lúta fyrst og fremst að styrkingu hinna byggðatengdu þátta sem hafa verið hvað harðast gagnrýndir í núverandi kvótakerfi, þ.e. það óöryggi sem ýmis byggðalög hafa þurft að þola vegna núverandi kvótakerfis. Almenningur í sjávarbyggðunum horfir á eftir aflaheimildum á einum degi í burt án þess að hafa nokkuð um málin að segja.

Það má vel vera að menn geti fundið í því reikningslega hagræðingu en fyrir samfélagið er dýrt að búa við slíkt óöryggi. (Forseti hringir.) Þetta verður allt að fara saman. Það er meginstefið og tilgangurinn í því (Forseti hringir.) frumvarpi sem hér er til umræðu, frú forseti.