139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:57]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil fyrst og fremst koma hér upp til að ítreka þær spurningar sem hv. þm. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir beindi til hæstv. forseta. Klukkan er orðin eitt að nóttu, runninn upp uppstigningardagur, einn af stærri hátíðisdögum á almanakinu í okkar sið og mér er ekki kunnugt um að það sé venja hér í þinginu að funda á helgum dögum. Allt þetta mál er því frekar undarlegt og ég vil gjarnan að hæstv. forseti útskýri hver áformin eru varðandi framhald funda í kvöld.