139. löggjafarþing — 139. fundur,  2. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

826. mál
[00:58]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil líka benda hæstv. forseta á að búið er að boða að mér skilst til fundar í efnahags- og skattanefnd í fyrramálið um mál, risastórt mál sem tengist kjarasamningunum, svokallaður bandormur. Það verður þar til umræðu og verður forvitnilegt að sjá hvort menn komist að einhverri niðurstöðu en svo virðist vera að aðallega vinnumarkaðurinn sé með einhverjar efasemdir um að það náist. En gott og vel.

Ég inni forseta aftur eftir því hvað líði málum. Fáum við svör frá hæstv. forsætisráðherra áður en hæstv. sjávarútvegsráðherra, sem hefur verið góður í að sitja hér í þinginu, annað en kollegar hans í ríkisstjórninni, forsætisráðherra og fjármálaráðherra, flytur ræðu sína? Mér þætti vænt um ef hæstv. forseti með sína ljúfu lund, víðsýna og góða hjarta mundi upplýsa þingheim um hvort við ætlum að halda hér áfram fram eftir nóttu og hvort aðrir (Forseti hringir.) ráðherrar komi hingað.