139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga.

[13:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eins og aðrar fjármálastofnanir urðu lífeyrissjóðirnir fyrir miklu áfalli þegar hrunið varð en munurinn á því hvernig þeir eru meðhöndlaðir er sá að hjá opinberu sjóðunum eru réttindin föst og hreyfast ekki og þar verður iðgjaldið hækkað í kjölfar hrunsins. En hjá almennu sjóðunum er engin ábyrgð nema með því að lækka lífeyri eða hækka iðgjöld sem mér skilst að sé ekki mikill möguleiki miðað við stöðu fyrirtækja í dag. Mér sýnist á öllu að kjarasamningar séu í uppnámi út af þessu frumvarpi og síðan koma inn kvótafrumvörpin tvö sem líka mæta mikilli andstöðu hjá ASÍ og aðilum vinnumarkaðarins þannig að mér sýnist stefna í mjög alvarlega stöðu með kjarasamninga.