139. löggjafarþing — 140. fundur,  3. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[16:58]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að halda aðeins áfram með umræðuna og spyrja hv. þm. Bjarna Benediktsson út í afstöðu sjálfstæðismanna í sambandi við sáttina.

Komið hefur fram í umræðunni að áður fyrr stóðu menn helst í deilum um eignarhaldið en mér hefur heyrst að allir þingmenn, þar með taldir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafi komið hingað og lýst skoðunum sínum á því. Mér hefur heyrst að það sé kannski ekki mikill ágreiningur um það lengur. En hvaða þættir eru það þá í fiskveiðistjórnarkerfinu sem menn deila um að mati hv. þingmanns, sem Sjálfstæðismenn væru þá tilbúnir að koma að og laga? Eru það hlutir eins og leigubraskið eða vilja menn ræða um hið varanlega framsal eða veðsetningu eða eitthvað slíkt? Ég hefði áhuga að heyra skoðanir hv. þingmanns á því.