139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

sameining háskóla landsins.

[11:08]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum snöfurmannlegar áskoranir. Unnið er að því sem þingmaðurinn spyr um með það að leiðarljósi að við sláum ekki af að því er varðar gæði kennslu og rannsókna. Það er grundvallaratriði. Síðan fylgir sú mikilvæga sýn er varðar skynsamlega og jákvæða eðlilega nýtingu opinbers fjár og þegar þessi tvö markmið haldast í hendur er von til þess að við stígum skynsamleg skref inn í framtíðina. Ég kem að sterkum og öflugum grunni hæstv. menntamálaráðherra í þessum efnum og vænti þess að skrefin verði stigin til góðs.