139. löggjafarþing — 141. fundur,  6. júní 2011.

stjórn fiskveiða.

827. mál
[11:29]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ágætisræðu. Það er tvennt sem mig langar að ræða við þingmanninn.

Við sitjum báðir í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þingsins og vorum í morgun að fjalla um svokallað minna frumvarp. Þar var m.a. fjallað um veiðigjaldið. Í þessu frumvarpi á það að vera 19% en á að hækka í minna frumvarpinu úr 9,5% upp í 16,2%. Fram kom að ráðherrann hafi heimild til að flokka eftir útgerðarflokkum og annað í þeim dúr. Mig langar að biðja þingmanninn að tala nánar um það. Það kom líka fram að þessi 16,2% væru ekki endilega hámarksgjald heldur hugsanlega einhvers konar meðaltal útgerðarflokkanna. Erum við að horfa á það sama í sambandi við þessi 19%?

Hin spurningin lýtur að almennri sátt í samfélaginu um hvaða leiðir menn eiga að fara. Ég held að ég verði að bíða með hana til seinna andsvars.